Vanalega undirbýr fólk sig vel áður en það fer í ferðalög með því að kynna sér hótelin, svæðin og borgina sem það er að heimsækja. Hinsvegar, þegar kemur að hinu eilífa ferðalagi þá er oftast gerður minni eða enginn undibúningur. Biblían kennir að það sé líf eftir dauðann og okkar verk í þessu lífi sker úr um hvernig okkur mun vegna í því næsta.

Við erum hópur áhugamanna um Biblíuna sem hefur það markmiðið að kynna hið raunverulega innihald hennar fyrir öllum þeim sem hafa áhuga. Við trúum trúarjátningunni og grunnkenningum allra Kristinna kirkjudeilda. Okkur finnst umræðan á Íslandi um Biblíuna vera á villigötum þar sem hún er oft á tíðum tekin úr samhengi eða beinlínis farið rangt með innihaldið. Við trúum því Guð hafi haft hönd í gerð Biblíunnar og því sé nauðsynlegt fyrir alla að skilja hin raunverulegu skilaboð sem okkur eru ætluð. Það er of mikið í húfi fyrir okkur að skoða þessi mál ekki alveg niður í kjölinn.