Orðið kirkja eins og það er notað Í Biblíunni á Grísku=Ekklisia þýðir samsöfnuður fólks. Kirkja þýðir upprunalega ekki bygging.  Jesús sagði: Hvar sem tveir eða fleiri eru samankomnir Í mínu nafni þar er ég mitt á meðal. Það er hin sanna kirkja hvar sem hún mætist. 

Á Íslandi eru margar skráðar kristnar kirkjur. Ýmis Kristileg hjálparstörf, kristilegar útvarpstöðvar og Kristileg sjónvarpstöð. Á Íslandi eru 277.284 manns skráðir í Kristnar kirkjur og trúfélög. Stærsta Kirkjan á Íslandi er þjóðkirkja Íslands sem telur 186.697 meðlimi. Næst stærsta kirkjan er Kaþólska kirkjan, Þar á eftir koma Fríkirkjurnar í Reykjavík, Hafnafirði og Óháði söfnuðurinn. Hvítasunnuhreyfinginn á Íslandi telur 1.626 meðlimi. Auk þess er að finna á Íslandi fjöldann allan af smærri kirkjum og kristilegum samfélögum

Þó það sé nauðsynlegt að lesa reglulega í Biblíunni, þá eru til góðar leiðir til að nálgast kristið efni á annan hátt.  Hér eru dæmi um það:

Alfa á Íslandi er alþjóðlegt biblíunámskeið fyrir alla. Slóðin er: www.alfa.is
Omega er kristin sjónvarpsstöð sem hægt er að horfa á í gegn um netið. Slóðin er: www.omega.is
Lindin er kristin útvarpsstöð sem hægt er að hlusta á í gegn um netið.  Slóðin er: www.lindin.is
Koinonia House gefur út mikið að kristnu efni, en er því miður aðeins á ensku. Slóðin er: www.khouse.org
Lifechurch
er kirkja sem sýnir samkomur á netinu, en er því miður aðeins á ensku. Slóðin er: www.lifechurch.tv

Það er nauðsynlegt fyrir hvern og einn að finna kirkju sem honum líður vel í. Það er oft ráðlegt að fara á milli kirkja og velja svo þá kirkju sem talar best til þín. Hér fyrir neðan er listi yfir nokkrar kirkjur á Íslandi:


Smelltu á nafn kirkjunnar til að fara á þeirra heimasíðu