Biblían eDCIM100MEDIAr safn 66 bóka, skrifaðar af um 40 höfundum, á þremur mismunandi tungumálum, í þremur mismunandi heimsálfum, á um það bil 1600 árum. Það er auðvelt að detta í hug að einhver hafi skellt þessum ritum saman í bók af handahófi. Hinsvegar er Biblían miklu meira en það, sem sést best þegar kafað er dýpra í efni hennar og samhengi. Mikilvægt er að hafa í huga að Guð skapaði himinn og jörð með orðum. Biblían er ekki bara einhver bók, heldur skilaboð frá Guði til okkar. Guð krefst þess að við sýnum okkar vilja til þess að eignast eilíft líf með Honum með því að leita eftir Hans vilja í Biblíunni. Biblían er uppspretta Kristinnar trúar og inniheldur leiðbeiningar um hvernig Kristnu fólki ber að fara eftir orði Guðs í lífi sínu.

Í grundvallaratriðum, Biblían lýsir uppruna mannsins í aldingarðinum Eden ásamt falli hans í synd og skilnaði hans við samfélag Guðs. Biblían lýsir hvernig Guð kallaði Ísraelsmenn til sín og sagði þeim að Frelsarinn Messías myndi verða þeirra afkomandi og endurheimta tengsl mannkynsins við Guð. Jesús var getinn af Heilögum Anda og fæddur af Maríu mey.  Hann dó á krossinum og greiddi fyrir syndir mannana rétt eins og Biblían spáði fyrir í Gamla Testamentinu sem var svo uppfyllt í Nýja Testamentinu öldum seinna. Kjarni Biblíunar er sá að Jesú sigraði dauðan sem maður og tók á sig syndir mannana svo maðurinn getur átt eilíft líf með honum. Þess vegna kemst enginn til Guðs nema fyrir nafn Jesú Krists. “Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss.” (Postulasagan 4:12). Þetta er meginn boðskapur Biblíunnar.

Gamla og Nýja testamentið er óaðskiljanlegir hlutar þar sem Nýja Testamentið kemur allt fram í Gamla Testamenntinu og uppfyllir þá spádóma sem skrifaðir eru þar mörgum öldum áður. Biblían er eina trúarritið í heiminum sem spáir rétt til um framtíðina, enginn spádómur Biblíunnar hefur verið rangur þó einhverjir eiga enn eftir að rætast.  Nýja Testamenntið kemur allt fram í Gamla Testamenntinu sem spádómar. Jesús staðfesti Gamla Testamenntið sjálfur því Hann vitnaði oft í það. Sem dæmi, þegar djöfullinn freistaði  Jesú í eyðimörkinni þá svaraði Jesús honum með því að segja “ritað er” og vitnaði í Gamla Testamenntið. Jesús vissi að orð Biblíunnar er lifandi orð Guðs sem er eina vörnin gegn hinu illa. Þannig staðfestir Gamla og Nýja Testamenntið hvort annað og ber að lesa í samhengi við hvort annað.

Það er mjög mikilvægt að þekkja Biblíuna. Guð talar við okkur með Biblíunni. Við fáum lausnir á okkar vandamálum með því að fá skilning á Hans orði í Biblíunni. Með þessum skylning lærum við hvernig við eigum að bera okkur að til að sigrast á okkar vandamálum.

Biblían er ekki auðlesin þar sem hún er m.a. skrifuð í dæmisögum, ljóðlist, sagnfræði, og með lögfræðilegu sjónarmiði. Biblían er nákvæmlega sett saman með það fyrir augum að lesandinn þurfi að þekkja alla Biblíuna til að skilja samhengi hennar. Það er oft ekki hægt að skilja einstaka málefni án samhengi úr öðrum köflum. Guð krefst þess að við leggjum okkur fram og leitum sannleikans í Biblíunni, öll svör eru að þar að finna. Biblían kennir okkur að biðja og hafa samlæti við Guð sem hjálpar með allan skylning á því sem lesið er. Alltaf áður en Biblían er lesin ætti lesandinn að fara með bæn í Jesú nafni og byðja Drottinn að gefa skylning á því sem lesið er. Til þess þarf trú og hana gefur Guð ef beðið er um hana í Jesús Nafni (sjá “Bæn til Lífs” á forsíðu).

Sögulegar staðreyndir Biblíunar eru nákvæmar. Í raun, fornleifafræði sýnir nákvæmni Biblíunnar með forleifafundum um staði og atburði sem eru skráðir í Biblíunni. Spádómar Biblíunar eru líka mikilvægir því þeir staðfesta að Guð hefur haft hönd með í gerð hennar.

Biblíufræðingar eru sammála um lang flest sem kemur fram í Biblíunni. Mikilvægt er að hafa í huga að þau atriði sem Biblífræðingar greinir á um eru smávægileg atriði og hafa enga þýðingu á boðskap Biblíunnar. Allir Biblíufræðingar eru sammála um meginn boðskap Biblíunnar. Okkar reynsla er sú að því meira sem við kynnum okkur efni Biblíunar því meira sannfærumst við um hversu áreiðanleg hún er.  Og því meira sem við berum hana saman við þá sögu og vísindi sem við þekkjum í dag, því meira erum við sannfærð um áreiðanleika hennar. Engu skiptir hvort umræðan er söguleg, vísindaleg, eða andleg.

Umræðan á Íslandi um innihald Biblíunnar er á miklum villigötum. Mikilvægt er að láta ekki fólk segja sér einhverjar vitleysur um hvað stendur í Biblíunni, jafnvel þó sá aðili hljómi trúverðugur. Það er mjög auðvelt að slíta orðin úr samhengi og benda á eitthvað sem virðist skarast á við annað í Biblíunni. Það er auðvelt að villa um fyrir þeim sem ekki þekkja Biblíuna. En það er þitt að sannreyna boðskap fólks á Biblíunni með því að þekkja Biblíuna af eigin raun. Það er mikil vinna, en getur leitt þig til eilífs lífs með Guði. Í hnappinum „Kirkjur“ á þessari síðu getur þú fundið ýmsa aðstoð til þess að um öðlast þekkingar á Biblíunni. Við hvetjum þig líka til að skoða allt efni sem við setjum fram á þessari síðu og fylgjast með nýju efni sem uppfærum.

Gangi þér vel í þinni leit að Sannleiknum í Jesú nafni.