Það eru miklar afgerandi andstæður á milli kenninga Múhameðs og þess boðskap sem Jesú Kristur lagði svo mikla áherslu á og gaf líf sitt fyrir. Þeir voru ekki að boða sama Guð, ekki sama Messísas, ekki sama réttlæti Guðs, ekki sama siðferðisboðskap, ekki sama eilífa lífið og ekki sama veg inn í ríki Guðs.
Ástæðan m.a. fyrir hversu augljós þessi afgerandi mismunur er, er sá að Múhameð útlistar það skýrlega í Kóraninum að Jesús sé ekki sá sem hann sagðist vera og að Allah sé ekki eins og sá Guð sem hann boðaði,sem Gyðingar og Kristnir trúa á og að ritningarnar sem Jesús kenndi séu ekki sannar.
Á hinn bóginn var í Páll postuli tæpum 600árum áður í Galatabréfi Biblíunar búinn að vara sérstaklega við trúarbröðgum sem hefjast á sama hátt og bæði Múhameðstrú og Mormónstrú:
„Mig furðar, að þér svo fljótt látið snúast frá honum, sem kallaði yður í náð Krists, til annars konar fagnaðarerindis,sem þó er ekki til; heldur eru einhverjir að trufla yður og vilja umhverfa fagnaðarerindinu um Krist En þótt jafnvel vér eða engill frá himni færi að boða yður annað fagnaðarerindi en það, sem vér höfum boðað yður, þá sé hann bölvaður. Eins og vér höfum áður sagt, eins segi ég nú aftur: Ef nokkur boðar yður annað fagnaðarerindi en það, sem þér hafið veitt viðtöku, þá sé hann bölvaður.“
Tæpum 600 árum seinna birtist Múhameð(570-632) andavera sem Múhameðstrúarmenn telja engilinn Gabríel og gaf honum boðskap Kóransins. Joseph Smith(1805 – 1844)birtist síðar á svipaðan hátt engillinn Moroní sem gaf honum boðskap Mormónsbókar.
Kóraninn endursegjir á nýjan, breytan hátt, sögu gyðinga og forfeðra þeirra, frásögur um Jesú, Maríu og fleirum. Þessar breytingar eru ekki byggðar á ritun sjónarvotta, heldur á þeim upplýsingum sem engillinn gaf Múhammed meira en hálfri öld seinna.
Kjarninn í boðskap Jesú var hver hann væri og hvað hann var kominn til að gera. Hann talaði skýrt og afdráttarlaust um sjálfan sig og lagði mikla áherslu að þær fullyrðingar. Hann sagði; ég og faðirinn erum eitt. Hann sagðist vera útgenginn af Guði inn í þennan heim, Bæði eingetinn Guðs sonur og mannsonur. Hann sagðist vera Messías ritningana, konungur að eilífu, sá er dæmir alla menn, lifendur og dauða. Hans aðaltakmark í lífinu var að deyja fyrir syndir allra manna.
Múhameð segir í Kóraninum. „Jesús sonur Maríu var ekkert annað en sendiboði Allah“ og Guð er yfir það hafinn að eiga son. Múhameð einnig sagði um krossfestinguna að Kristur hafi ekki verið krossfestur, heldur hafi annar verið krossfestur í hans stað fyrir misskilning og þessu trúa Múahmeðstrúarmenn.
Jesú talaði skýrt og skilmerkilega um hvernig Guð er. Hann sagði t.d.Guð er andi, andlegur, en því trúa Múmahmestrúarmenn ekki. Jesús talaði um þekkjanlegan persónulega Guð en slíkan Guð boða Múhamestrúarmenn ekki, Allah er hátt upp hafinn yfir slíkt. Jesús útskýrði að Guð er: Föðurinn í dýrðinni og Orð hans og Andi. Slíkan Guð trú Múhameðstrúarmenn ekki. Jesús boðaði Guð sem er í eðli sínu sannleikurinn sjálfur og getur ekki logið. Hann er Orð sitt. Hann er takmarkaður af eðli sínu og orðum. Múhameðstrúar menn trúa ekki að Guð sé takmarkaður á þennan hátt.
Það er auglóst af orðum beggja að boðskapur Jesú og Múhameðs er ekki sá sami. Þeir geta ekki haft báðir rétt fyrir sér. Orð þeirra stangast á.