Það er megininntak í spádómunum um fyrri komu Messíasar að hann þyrfti að taka á sig refsingu og deyja. Þetta var nákvæm og úthugsuð áætlun aldir fram í tímann og tilgangurinn því auglóslega mikilvægur. Pyntingar, húðstrýkingar og hægur dauði krossfestingarinnar var grimmilegasta refsing sem Rómverjar gátu upphugsað fyrir óvini síns mikla heimsveldis en Jesús var einráðinn í að ganga þennan þjáningarveg til að uppfylla ritningarnar og áætlun Guðs. Athugum nánar hvers vegna þetta var það mikilvægasta sem Guð gat gert fyrir manninn. Markmiðið var í sjálfu sér mjög einfalt og skýrt:

„En til þess dó Messías í eitt skipti fyrir öll réttlátur  fyrir rangláta til þess að leiða mennina til Guðs.“ 1 Pétursbréf

En hvers vegna þurfti Messías að taka út þessa refsingu og deyja?

Það er fernt sem þarf að hafa grunnskilning á til að skilja þetta:

 

Karakter hins eina sanna Guðs. Hinn eini sanni Guð er algóður og í honum er og verður aldrei neitt illt. Hann mun aldrei samlagast neinu illu. Hann býr í ljósi sem enginn maður leit né litið getur. Hann er sjálfur ljós og í honum er ekkert myrkur. Hann er sannleikurinn sjálfur, óumbreytanlegur fullkomlega réttlátur Guð  sem getur ekki logið. Hann er almáttugur því að í honum er allur máttur og kraftur alheimsins en hann getur aldrei farið gegn eðli sínu né verið ósamkvæmur sjálfum sér.

Hann er Guð dýrðarinnar, kærleikurinn sjálfur og í hans veru er fullkominn friður, líf og fögnuður. Það er því einungis hjá honum sem hægt er að öðlast fullkomna lífsfyllingu og slíkt eilíft líf. En þó að hinn eini sanni Guð sé kærleikurinn sjálfur; fullkominn, hreinn, og óumbreytanlegur þá eru mennirnir margir hverjir afar fjarri þessum mikla góðleika. En það sem veldur því að mennirnir ná ekki að njóta þessa fullkomleika er að þeir hafa misst marks með vilja sínum og breytni.

 

Hugtakið synd er stundum misskilið en forngríska orðið yfir synd er hamartía sem þýðir einmitt að missa marks. Þegar að einstaklingur snýr frá Guði og kærleikseðli Guðs, brýtur boð hans og gerir það sem hann veit innst í hjarta sínu að er rangt þá missir hann marks og það kemst andlegt myrkur að hjarta hans.

 

Afleiðing syndar er aðskilnaður milli Guðs og mannsins. Orð Drottins kom til Jesaja svohljóðandi: „Svo segir Drottin: Það eru syndir yðar sem valda aðskilnaði milli mín og yðar.“ Þegar maðurinn fjarlægist Guð þá verður hann andlega lífvana.

Orðið dauði í Biblíunni þýðir aðskilnaður og oftast er átt við aðskilnað við Guð. Í upphafi varaði Guð manninn við að breyta gegn sér því að jafnskjótt og hann gerði það myndi hann vissulega deyja. Maðurinn dó ekki samstundis líkamlega heldur andlega þ.e. hann varð fjarri lífi Guðs og dýrð. Hann hafði ekki lengur eilífa líf Guðs í sér. Páll postuli útlistaði þetta alvarlega ástand mannkyns eftirfarandi: „…allir hafa syndgað og skortir dýrð Guðs.“

Það alvarlegasta við þetta ástand mannsins er að það getur varað að eilífu og maðurinn þannig glatatast í myrkri syndarinnar.

„Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.“ Rómverjabréf. 6:22

 Réttlæti gerir það að verkum að afleiðingar vilja, breytni og gjörða hafa í för með sér eðlilega og réttláta útkomu. Það er eðlilegt, réttlát og sanngjarnt þegar maðurinn breytir illa að þá samlagast hann ekki algóðum Guði. Niðurstaðan er aðskilnaður við Guð, fjarlægð frá lífinu, þ.e. andlegur dauði. Þar sem Guð er óumbreytanlegur þá er aðskilnaður og andlegur dauði eðlileg réttlát afleiðing þ.e. sjálfkrafa refsing fyrir það að snúa gegn Guði í vilja og breytni. En Jesaja spáði um Messías; „En hegningin sem vér höfum unnið til kom niður á honum.“ Messías átti að koma til að réttlæta það að einstaklingar þyrftu ekki ævinlega að uppskera afleiðingar gjörða sinna. Messías skyldi vera syndlaus og fullkomlega réttlátur en taka á sig refsinguna fyrir misgjörðir annarra svo að allir sem vilja geti komið til Guðs og eignast eilíft líf í samfélagi við hann. Hinn eini sanni Guð getur ekki logið og afleiðing syndarinnar er dauði sem er fjarvera frá Guði. Það var því algjörlega nauðsynlegt til að fullnægja réttlætinu að syndlaus fullkominn maður tæki á sig refsingu og laun syndarinnar og gæfi líf sitt í skiptum fyrir syndirnar. Gjaldþrota maður getur ekki greitt skuldir gjaldþrota manns og þar sem allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð þá þurfti skuldlausan fullríkan einstakling til að greiða fyrir skuldir allra manna. Það þurfti því Messías, Guð holdi klæddan, til að greiða fyrir syndir allra manna á öllum tímum svo allir menn sem vilja geti meðtekið, fórnagreiðsluna, fyrirgefningu syndanna og eilíft líf í samfélagi við hin eina sanna Guð.

Jesús kom uppfyllti ritningarnar og vann fullkomið verk en hann sagði: „Syndin er að þeir trúðu ekki á mig.

Kæri vinur/vina ekki missa marks.

Þú getur þegið eilífa lífið með snúa þér til Guðs og biðja í einlægni: Þakka þér fyrir að senda Messías til að deyja fyrir syndir mínar. Fyrirgefðu mér og hreinsaðu mig af öllum mínum syndum.