Einn sterkasti vitnisburðurinn um upprisu Jesú er lífshlaup og sannfæringakraftur þeirra einstaklinga sem sáu hann upprisinn. Þeir gerðu það að lífsstarfi sínu að boða að þeir væru vitni að því að Jesús hefði risið upp frá dauðum og að hann væri Messías ritninganna. Þessir tólf menn lögðu grunninn að verki sem hefur staðið í gegnum aldir og stendur enn. Þeir óttuðust ekki dauðann og veigruðu sér ekki við að vera pyndaðir, ofsóttir og líflátnir svo að allar þjóðir fengju að heyra um friðþægingarverkið, upprisuna og fagnaðarerindið að Jesús er Messías.
Jakob Zebedeusson var fyrstu árin eftir upprisuna í Jerúsalem og nágrenni þar hann boðaði fagnaðarerindið hann fór svo fram og til baka í fáein skipt til Spánar þ.e Cordboba borgar. Hann var sá fyrsti af lærisveinunum tólf sem var tekinn af lífi fyrir trúna. Hann var síðan fangelsaður af Heródesi fyrir að boða fagnaðarerindið um Jesú. Heródes lét síðan hálshöggvan hann í Cesareu um árið 44 e.k.
Símon Pétur var sá sem hóf prédikun fagnaðarerindisins í Jerúsalem á hvítasunnudag. Hann prédikaði fagnaðarerindið og bað fyrir sjúkum í Jerúslem nágrenni en fór síðan að boða í Lyddu, Joppa og Cesareu og kom síðan til baka til Jesrusalem. Hann fór síðan í boðunarferð m.a annars til Tyrkland og Grikklands t.a.m. til Antíokkíu og Korintu. Hann snéri svo til Jerúsalem. Þaðan fór hann til Babýloníu þ.e. Írak, og svæðum í kring og boðaði fagnaðarerindið þar. Að lokum fór hann svo til Rómar þar sem hann dvaldist þar til hann tekinn að lífi fyrir að boða trúna. Hann og eiginkona hans Perpetua voru bæði krossfest á hvolfi
Jóhannes Zebedeusson bjó mestmegnis í Efesus ,í Tyrklandi, þar boðaði fagnaðarerindið leiðbeindi hinum trúuðu og ferðaðist um héruðin í kring og boðaði fagnaðarerindið. Hann var síðar sendur í útlegð vegna trúarinnar á eynna Patmos í Grikklandi. Hann snéri aftur til Efesus þar sem hann dó í hárri elli.
Andrés fór um hin ýmsu héruð í núverandi Tyrklandi og Grikklandi prédikaði fagnaðarerindið um Jesú. Í Grikklandi leiddi hann konu til trúar en hún var eiginkonas höfuðsmanns eins. Hann var svo reiður að hann lét krossfesta Andrew í X. Á þessum krossi hékk Andrés í all langan tíma. Hann prédikaði kröftuglega af krossinum þangað til hann dó.
Tómas fór eftir upprisuna austur á bóginn, og prédikaði fagnaðareindið og bað fyrir sjúkum m.a. í Babylon, þ.e. nútíma Írak, þaðan hélt hann áfram til Malabar á Suður Indlandi þar sem hann hélt áfram að boðað og biðja fyrir sjúkum. Hann boðaði með miklum árangri á þessum svæðum þar til að lokum er hann fór til Mylapore nálagt Madras þar sem hann var líflátinn. Þar var hann pyntaður, þar sem sjóðheitar glóandi járnplötur voru lagðar á hann og að lokum var hann stunginn í gegn með fjórum spjótum.
Matteus Leví tollheimtumaðurinn sem skrifaði Matteusarguðspjall dvaldist lengi vel í Ísrael eftir upprisuna. En hann gerði svo víðreist við boðun fagnaðarerindisins og fór til Afríku,m.a. Ethopiu, Egyptalands, Hann fór til Makedokníu, Sýrlands og Persíu, þ.e. Iran. Hann var deyddur í Egyptalandi á leið til baka úr einni boðunarferð sinni í Afríku þar. Hann átti hann samverustund með fólki sem hafði tekið trú, þegar andstæðingar trúarinnar ruddurst inn á heimilið og Matteus var veginn.
Fillipus frá Bestaida fór norður á bóginn og prédikaði fagnaðarerindið á svæðum í kringum Svarta hafið, í Scythíu, þar sem hann dvaldist í allmörg ár. Hann fór síðan að boða fagnaðarerindið allt til Suður Frakklands og síðar í Phrygiu, þ.e. í Tyrklandi þar hann settist að ásamt fjölskyldu sinni þar til hann sem gamall maður var tekinn að lífi, krossfestur, í Hierapolis fyrir að boða fagnaðarerindið um hinn upprisna Messías.
Jakob Alfeusson Hann fór til Sýrlands og boðaði þar. Hann var síðan grýtur til dauða.
Júdas Thaddeus Jakobsson Predikaði fagnaðarerindið og bað fyrir sjúkum í fyrst á heimaslóðum í Judeu, Samaríu og síðar í Idumaeu, Sýrlandi, Mesoptamiu og Líbíu. Hann fór upp til Armeníu í trúboð og einnig til Edessu þar sem hann boðaði og bað fyrir sjúkum. Hann var svo við boðun í Sýrlandi ásamt Símon Kananea þegar hann var sleginn í sleginn í gegn með stríðsexi árið 65e.k.
Símon Kananei Zelot (Vandlætari) fór fyrst og prédikaði í Egyptalandi, þaðan fór um Norður Afríku til að prédika fagnaðarerindið til að mynda til Libýu, Tunís og þau svæði.. Hann fór síðar upp til Evrópu alla leið til Bretlands. Hann fór að lokum að prédika til Sýrlands og Persíu. Í Sýrlandi lauk hann boðurnarverki sínu þar sem andstæðingar faganaðarerindisins tóku hann og lífi árið 65.e.k.
Barthalomeus prédikaði fagnaðarerindið um Jesú víðsvegar. Hann fór meðal annars um Afríku niður til Eþíópíu, síðan til Mesaphótamía og Parthiu og Lycaoniu og að lokum til Armeníu. Í Armeníu leiddi hann Polymius konung til trúar á Jesú, þetta vakti reiði Astyagesar, bróðir Polymiusar, sem kom því í kring að Barthalomeus var fleginn lifandi, krossfestur á hvolfi í borginni Albanopolis sem tilheyrði Armeníu.
Mattías sá er valinn var postuli í stað Júdasar Ískaríot er sveik Jesú. Mattías prédikað fagnaðarerindið í heimalandi sínu, Júdeu, til að byrja með, síðan í ferðaðist hann og boðaði í Antíokkíu, í Sýrlandi og borgunum Tianum og Sinope í Kappadókíu (þar sem nú er Mið-Tyrkland) og á svæðum við Kaspíahaf til að mynda í Scyttíuíu og Armeníu. Hann fór einnig trúboð til Egyptalands og Ethíópíu. í Eþíópíu var hann svo tekinn af lífi af andstæðingum fagnaðarerindisins í ættbálki einum.