Til eru ýmsar heimildir um Jesú frá Nasaret – son Maríu. Fjöldi þeirra er slíkur að sú skoðun er almenn meðal fræðimanna að tilvist Jesú á fyrstu öld sé engum vafa undirorpin. Einnig styðja heimildir heimsþekktra sagnaritara tilveru Jesú sem eru sömu menn og skrifuðu um aðra helstu atburði mannkynssögunnar. Þessir sagnaritarar voru uppí á fyrstu öld eins og Jesú og því samtíðarmenn hans. Jafnframt hafa varðveist ýmsar fyrstu aldar heimildir, bæði gyðinga og annarra sem hafa að geyma frásagnir af Jesú. Síðast en ekki síst eru til skrif þeirra sem þekktu Jesú persónulega og voru í nánum samvistum við hann. Sú skoðun er útbreidd að Jesús hafi og hafi haft mikil áhrif á sögu mannkyns.
Það er athyglisvert að skoða áreiðanleika frásagna þeirra sem voru í nánum samvistum við Jesú. Þær eru í safni rita Nýja testamentis Biblíunnar. Mikilvægt er að skilja að um er að ræða rit sjónarvotta og einstaklinga sem uppi voru á sama tíma og sama stað og Jesús. Vitneskja er um að fyrrgreindum ritum var dreift með ógnarhraða til allra heimshorna strax í upphafi bæði af lærisveinum Jesú og síðan af þeim kynslóðum sem komu í kjölfarið. Útbreiðslan átti sér stað löngu fyrir tíma kristinna kirkjudeilda. Ritunum var dreift um Afríku, Indland, Evrópu og hinn þekkta heim. Svo dæmi sé tekið þá skildi Bartalómeo, ein af tólf nánustu lærisveinum Jesú, Matteusarguðspall eftir á Indlandi (þáverandi Parthiu).
Margar spurningar hafa sprottið um varveitt handrit og áreiðanleika þeirra samanborið við önnur rit sem í eru frásagnir af öðrum helstu atburðum mannkynssögunnar. Þegar þetta er metið og rannsakað eru mjög mörg atriði sem skipta máli en þau sem oft hafa þótt áhugaverðust hverfast um: fjölda handrita og samanburðu þeirra, tímann sem leið frá atburði þar til hann var ritaður, aldur varðveittra handrita..
Áhugavert er að taka dæmi til samanburðar um handrit helstu sagnaritara sem skrifuðu t.d. sögu Rómarríkis eins og við þekkjum hana. Þeir voru Gaius Cornelius Tacitus, Suetonius Tranquilos og Gaius Júlíus Caesar. Lengd tímabils frá því þeir skráðu atburðina og aldri elstu handrita sem hafa varðveist og fjöldi þeirra eru: Tacitus 1000 ár og 20 handrit, Suetonius 800 ár og 8 handrit, Cesar 1000 ár og 10 handrit. Rit Nýja testamentisins voru skrifuð á árunum 50–100 e.Kr. Þau elstu eru frá árunum 130–350 e.Kr. og fjöldi þeirra er um 5.600.. Það merkilega við þessi handrit, sem eru út um allan heim, er að þau eru eins. Auk þeirra eru til um 36.000 rit hinna fyrstu kristnu sem staðfesta frásögur Nýja testamentisins.
Til að fá úr því skorið hversu áreiðanlegar og vel varðveittar heimildir Nýja testamentisins eru í samanburði við önnur ritverk sögunnar þá er eðlilegt að skoða almennar niðurstöður fræðimanna sem hafa rannsakað málið til hlítar og hafa sérþekkingu á því sviði.
Niðurstöður þeirra er gjarnan að finna í alfræðibókum. Ein þekktasta og jafnframt virtasta alfræðibók nútímans er sennilega breska alfræðibókin sem heitir á frummálinu The British Encyklopydia og unnin er af virtustu fræðimönnum sem birta niðurstöður fræðimannasamfélagsins.
Lítum á hvað The British Encycklopedia segir um Nýja testamenntið:
„Tæknin sem notuð er til að rannsaka texta fornra handrita er sú sama hvort sem um er að ræða veraldlega, heimspekilega eða trúarlega texta. Rannsóknir á texta Nýja testamentisins eru unnar við einstakar kringumstæðum, Því fjöldi handrita er gríðarlegur og einnig vegna þess stutta tíma sem er á milli upphaflegrar ritunar og þeirra handrita sem eru til í dag. Samanborið við önnur gömul handrit er texti Nýja testamentisins áreiðanlegur og traustur.“
Sú staðreynd liggur nefnilega ljós fyrir og er vel þekkt að orð Jesú og frásagan af lífi hans er einn allra kyrfilegst skrásetti atburður allrar mannkynssögunnar. Fjöldi, nánd við upphaflega ritun og varðveisla handritanna er einstök.