„Hið ósýnilega eðli Guðs bæði hans eilífi kraftur og guðdómleiki er sýnilegt af sköpun heimsins, með því að það verður skilið af verkum hans. Mennirnir eru því án afsöknunar.“ Róm 1:20
Það er á allan hátt augljóst að það er skipulögð markviss hugsun og tilgangur í sköpuninni sem ber því vitni að þar býr hönnuður að baki. Það er einnig augljóst að þessi hönnuður býr yfir stórkostlegri visku og gríðarlegum krafti. Hann sést ekki með mannlegum augum og er ekki efnislegur sem ber hans andlega eðli vitni. Hvarvetna ber sköpunin hugsun hans vitni, frá smæstu einingu til hinnar stærstu. Hver fruma starfar eins og verksmiðja og mannslíkaminn ber vott um hátæknihönnun. Augun eins og myndavél, heilinn, og blóðrásarkerfið staðfesta markvissa hugsun hönnuðarins. Í hvert einasta skipti sem menn sjá markvissa hugsun í sköpuninni þá vitnar það um skaparann. Mönnum ber yfirleitt saman um að bíl eða Concord þota verða ekki til af sjálfu sér. Það þarf vitræna vitundarveru til að búa til bíll. Mannslíkaminn er margfalt meiri hátækni hönnun heldur en bíll. Í hvert einasta skipti sem menn sjá markvissa hugsun í sköpuninni ber það vott um Skaparann. Guð lítur á þetta sem næga sönnun fyrir því að hann sé til. Þegar fornleifarfræðingar finna frumstætt batterí í Egyptalandi eða á fornum menningarsvæðum þá fullyrða þeir með algjörri vissu að þarna hafi menn verið á ferð. Því þeir vita að ekki einu sinni svona einfalt batterí verður til af sjálfu sér eða fyrir tilviljun. Hvað þá mannslíkaminn, epli, ljóstillífunarferlið o.s.fr. Markviss, rökrænn og skipulögð hugsun ber vott um Hugsuðinn. Ótal hlutir í tilverunni bera vott um slíka hugsun. Þess vegna eru allir vitibornir menn án afsökunar. Sönnunargögnin eru úti um allt. Hver einasti maður á jörðinni er sönnun þess að Guð er til. Jesús sagði: Sá sem mikið veit verður mikils krafinn en sá sem lítið veit verður lítils krafinn. Það er sanngjarnt. Þess vegna bera þeir vísindamenn sem hlotið gæfu til að rekja og rannsaka hugsanir skaparans, og fengið að sjá hversu markviss, rökræn og skipulögð hugsun er víða í tilverunni, meiri ábyrgð en margir aðrir gagnvart skaparanum. Guð er til og maðurinn veit það.
En hvers vegna hóf Guð verk sitt?
“Guð, sem skóp heiminn og allt, sem í honum er, hann, sem er herra himins og jarðar, býr ekki í musterum, sem með höndum eru gjörð. Ekki verður honum heldur þjónað með höndum manna, eins og hann þyrfti nokkurs við, þar sem hann sjálfur gefur öllum líf og anda og alla hluti. Hann skóp og af einum allar þjóðir manna og lét þær byggja allt yfirborð jarðar, er hann hafði ákveðið setta tíma og mörk bólstaða þeirra. Hann vildi, að þær leituðu Guðs, ef verða mætti þær þreifuðu sig til hans og fyndu hann. En eigi er hann langt frá neinum af oss. Í honum lifum, hrærumst og erum vér”. Post 17:24-28