Guð hefur kallað okkur í samband við sjálfan sig. Sambönd þurfa samskipti. Bænin er samskipti milli hins Almáttugs Guðs og okkar. Biblían kennir okkur hlutverk og mikilvægi bænarinnar. Hér eru 12 ástæður fyrir því að við tölum við Drottinn með bænum.
- Guð býður okkur að biðja. “Þá munuð þér ákalla mig og fara og biðja til mín, og ég mun bænheyra yður. Og þér munuð leita mín og finna mig. Þegar þér leitið mín af öllu hjarta, vil ég láta yður finna mig _ segir Drottinn”(Jeremía 29:12-14, NLT).
- Guð vill vera í sambandi við okkur. Hann veit að við þurfum hvað hann getur gefið. Með bæn upplifum við návist við skapara alheimsins.
- Guð opinberar sig okkur í gegnum bæn. “Kenn mér að gjöra vilja þinn, því að þú ert minn Guð. Þinn góði andi leiði mig um slétta braut.”(Sálmanir 143:10).
- Við lærum meira og meira um eðli Guðs í hvert skipti sem við biðjum. Bænin færir okkur nær Guði og hans vilji umbreytir okkar lífi. Bænin dýpkar skilning okkar á Guði og dýpkar okkar trú og löngun til að tilbiðja hinn eina sanna Guð.
- Guð býður okkur að koma með vandamál okkar og þarfir til Hans í bæn. “Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld” (Matteus 11:28).
- Við höfum himneskan föður sem er fær um að koma með sigur úr hvaða áskorun sem við stöndum frammi. Guð er andlegur og líkamlegur heilari. Eins og í öllum heilbrigðum samböndum þá verðum við að halda línu af samskiptum opinni og það gerum við með bæninni.
- Guð svarar bænum fólks síns. “Játið því hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heilbrigðir. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið” (Jakob 5:16).
- Verk Guðs á jörðinni gerast í gegn um bænir. Páll postuli bað stöðugt um að beðið yrði fyrir hans trúboði og sá það nauðsynlegt til þess að það nyti velgengni.
- Guð veitir speki og skilning í gegnum bæn. “Ef einhvern yðar brestur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast”(Jakob 1:05).
- Guð framkvæmir sitt vald til að gera hið ómögulega í gegnum bænir fólks síns. “Allt sem þér biðjið í bæn yðar, munuð þér öðlast, ef þér trúið” (Mattías 21:22).
- Guð gefur okkur styrk í gegnum bænir svo að við getum staðist freistingar.”Vakið og biðjið, að þér fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn, en holdið veikt”(Mattías 26:41)
- Bænin er okkar hlífðarskjöldur frá hinu illa. Segðu orðin og ákallaðu nafn Drottins, skapar himins og jarðar í Jesú nafni. Amen