Jesús sagði: „Enginn getur séð Guðs ríki nema hann fæðist að nýju.“ Til að komast inn í Guðs ríki þarf maðurinn að vera tengdur Guði. Það fer að sjálfsögðu enginn inn í Guðs ríki án Guðs. Guðs ríki er Guðs ríki. Ef maðurinn hafnar því að tengjast algóðum Guði og vill ekki ganga inn í hans ríki þá verður hann ekki þvingaður til þess.
Jesús sagði reyndar líka: „Enginn er góður nema Guð einn. “ Maðurinn er ekki betri en Guð. Guð er algóður og hann er uppspretta góðs. Guðs vilji er: „…hið góða, fagra og fullkomna…“ og það að vera góður samkvæmt því er að vera í samræmi við kækrleikseðli hans. Allir menn hafa einhvern tíma gert eitthvað sem þeir vita í hjarta sínu að er rangt og brotið boð Guðs. Hjartað hjúpast myrkri og misgjörðirnar valda aðskilnaði við algóðan Guð. Maðurinn getur ekki umbreytt þessu ástandi sínu án þess að fá hjálp Jesú Krist. Hann einn getur hreinsað myrkrið og syndirnar úr hjarta mannsins. Jesús kom til að tengja mennina við Guð.