Jesús þvoði fætur lærisveinanna (Jóhannes 13:1-17), eftir síðustu kvöldmáltíðina. Þessi fótaþvottur hafði þrjár merkingar  Í fyrsta lagi var  Jesús að sýna auðmýkt sína og þjónustulund. Í öðru lagi. Fyrir lærisveinanna, að þvo fætur þeirra var í beinni mótsögn við viðhorf hjarta þeirra á þeim tíma. Fyrir okkur,  að þvo fætur er táknrænt hlutverk okkar í líkama Krists.

Vegna þess að fólk gekk í sandölum á skítugum vegum Palestíu á fyrstu öld, var það mikiðvægt að þvo fæturna áður en samfélagsleg máltíð átti sér stað. Borðin sem fólk sat við voru lá og fæturnir mjög áberandi.  Þegar Jesús reis upp frá borðinu og tók að þvo fætur lærisveinanna (Jóhannesarguðspjall 13,4) var hann að framkvæma verk sem aðeins lágsettir þjónar  gerðu. Lærisveinarnir voru undrandi yfir því að Drottinn þeirra og herra myndi þvo fætur þeirra. En Jesús kom til jarðarinnar, ekki sem Konungur og Sigurvegari, heldur sem þjónn (Jesaja 53). Hann kom til að gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir alla (Matteusarguðspjall 20.28) Auðmýktin sem kom fram í athöfn hans er hann þvoði fætur lærisveinanna var táknmynd upp á það sem síðar átti að koma, fórnardauði, auðmýkt hans og kærleiki á krossinum á Golgata

Þjónustuhugarfar Jesú var mótsögn við hugarfar Lærisveinanna sem höfðu stuttu áður verið að metast sín á milli hver þeirra væri mestur.  Þeim hefði til að mynda aldrei dottið í hug að fara þvo fætur hvers annars.  Þegar Drottinn Jesús byrjaði á að þvo fætur þeirra, voru þeir undrandi. Pétur brást hvað harðast við og sagði við Jesú. „Þú skalt aldrei þvo fætur mína“

Svar Jesú til Péturs kom honum á óvart. „Ef ég fæ ekki að þvo fætur þína Pétur átt þú enga samleið með mér (Jóhannesarguðspjall 13,8) Jesús útskýri fyrir þeim hina sönnu merkingu fótaþvottarins. Frelsunin gerist aðeins einu sinni en það er ævilangt ferli að helgast  og stöðuglega vera að hreinast af blettum syndarinnar. Þannig eins og fótaþvottur er til hreinsunar fóta þá er helgunin hreinsun okkar andlegu óhreininda sem við verðum fyrir þegar við lifum í þessum heimi.

Þessi opinberun er bara ein af mörgum sem kristnir geta tileinkað sér. Þegar við fyrst komum til Krists, þvoði hann syndir okkar með blóði sínu á Golgata. Þetta er fullkomið verk Jesú á krossinum. Við höfum öðlast réttlæti hans fyrir trúna á hann. (2 Korintubréf 5,21) Við þurfum aftur á móti að halda okkur hreinum og við gerum það með því að lesa í Biblíunni og eiga samfélag við Guð gegnum bænina. Heilagur Andi  virkjar  eða þvær okkur með krafti sínum og gerir okkur kleift að vera tilbúin til sérhvers góðs verks sem Guð hefur fyrirbúið okkur

Jesús vildi líka gefa okkur þessa mynd auðmýktar og þjónustuhugarfars. „Ég hef gefið ykkur dæmi, sem þið ættuð að gera eins og ég hef gjört við yður „(Jóhannesarguðspjall 13.15) Við sem fylgjum honum eigum að líkjast honum, þjóna hvert öðru með auðmjúku hugarfari og þannig byggja hvert annað upp í auðmýkt og kærleika. Drottinn hefur heitið þeim sem auðmýkir sjálfan sig að hann muni upphafin verða. Að sá sem vill verða mestur hafði þjónshugarfar. Markúsarguðspjall 10,44