Það sem er átt við að þegar sagt er að Jesús er sonur Guðs þá er ekki átt við að Guð hafi komið og eignast son með Maríu mey. Guð er ekki jarðneskur faðir Jesú líkt og sonur sem á líffræðilegan föður sem er jarðneskur.
Jesús er sonur Guðs og það þýðir að Hann sem er Guð gerðist maður (Jóhannesarguðspjall 1:1, 14).
Jesús, eingetinn Sonur Guðs og Maríu mey var getin af Heilögum Anda. Í Lúkasarguðspjalli 1:35 er ritað Og engillinn sagði við hana: „Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur Hins hæsta mun yfirskyggja þig. Þess vegna verður barnið heilagt, sonur Guðs“.
Þegar Jesús kom fyrir rétt sem leiðtogar gyðinga stóðu fyrir, þá krafði æðsti presturinn Jesú og mælti „Ég særi þig við lifanda Guð, segðu okkur: Ertu Kristur, sonur Guðs?“ (Matteusarguðspjall 26:63). Jesús svarar honum: „Það voru þín orð. En ég segi ykkur: Upp frá þessu munuð þið sjá Mannssoninn sitja til hægri handar Hinum almáttuga og koma á skýjum himins“ (Matteusarguðspjall 26:64). Þegar leiðtogar gyðinga heyrðu þetta rifu þeir föt sín og æðsti presturinn sagði: „Hann guðlastar, hvað þurfum við nú framar votta við? Þið heyrðuð guðlastið. Seinna stóðu gyðingar frammi fyrir Pontíuas Pílatus landshöfðingja og gyðingar og sögðu: „Við höfum lögmál og samkvæmt lögmálinu á hann að deyja því hann hefur gert sjálfan sig að Guðs syni“ (Jóhannesarguðspjall 19:7).
Hvers vegna stóð á því að fyrst Hann eignaði sér að vera Sonur Guðs, að litið hafa verið á slíkt sem guðlast og brot við slíku er dauðarefsing!
Leiðtogar gyðinga skildu nákvæmlega hvað Jesús átti við með orðatiltækinu „Sonur Guðs.“ Það að vera Sonur Guðs er að hafa eðli Guðs. Sonur Guðs er „af Guði.“ Að halda því til streitu að vera með sama eðli og Guð er átt að viðkomandi er í raun „sjálfur Guð.“ Fyrir leiðtogum gyðinga var þetta guðlast og vildu að Jesús yrði dæmdur til að deyja. Með þessu vildu þeir halda í lögmálið út frá þriðju Mósesbók 24:15.
Í Hebreabréfinu 1:3 er ritað skýrt og greinilega „Hann, sem er ljómi dýrðar hans og ímynd veru hans og ber allt með orði máttar síns, hreinsaði okkur af syndum okkar og settist til hægri handar hátigninni á hæðum.“
Til er annar texti og er að finna í Jóhannesarguðspjalli 17:12 þar sem Júdasi er lýst sem „sonur glötunarinnar.“ Jóhannesarguðspjall 6:71 kennir okkur að Júdas var sonur Símonar. Hvað er þá átt við með lýsingunni „sonur glötunarinnar“?. Hér er átt við glötun er „eyðilegging, rústir og afgangur.“ Júdas var ekki í bókstaflegri merkingu sonur „eyðilegging, rústir og afgangur,“ heldur eru þessir ákveðnu orð lýsandi fyrir líferni Júdasar. Júdas var holdgervingur glötunarinnar.
Á svipaðan hátt og líkingin á undan af Júdas er Jesús Sonur Guðs. Sonur Guðs er Guð. Jesús er Guð sem gerðist maður á meðal manna. (Jóhannesarguðspjall 1:1, 14)