Það er talað um Jesú sem Mannsoninn 88 sinnum í Nýja testamentinu. Fyrsta merking orðsins Mannsonur er að finna í Daníel 7.13-14 „Ég horfði á í nætursýnum
og sá þá einhvern koma á skýjum himins, áþekkan mannssyni. Hann kom til Hins aldna
og var leiddur fyrir hann. 14Honum var falið valdið, tignin og konungdæmið
og allir menn, þjóðir og tungur skyldu lúta honum. Veldi hans er eilíft og líður aldrei undir lok, á konungdæmi hans verður enginn endir.“ Orðasambandið Sonur manns er komið frá Gyðingum. Jesú var sá sem var gefið allt vald, dýrð og heiður. Þegar Jesús notaði þetta orðasamband var hann að færa spádóminn yfir á sig. Gyðingar þess tíma skildu nákvæmlega hvað þetta merkti og hvern var verið að tala um. Jesús var að lýsa yfir að hann væri Messías.
Önnur merking orðsins Mannsonur er að Jesú var maður. Guð kallaði spámanninn Eskíel Mannson 93 sinnum. Guð var einfaldlega að kalla Eskíel mann. En þótt Jesús væri maður var hann líka fullkomlega Guð. (Jóhannesarguðspjall 1,1) Hann var þó líka maður (Jóhannesarguðspjall 1,14) Við lesum í 1 Jóhannesarbréfi 4,2 „Af þessu getið þið þekkt anda Guðs: Sérhver andi, sem játar að Jesús sé Kristur kominn sem maður, er frá Guði“ Jesús var sonur Guðs, hann var líka sonur manns. Hann gekk um á jörðinni sem maður upplifði allt það sem við upplifum í dag. Orðið Mannsonurinn segir okkur að Jesús sé Messías.