Það eru til margar ranghugmyndir um hver Heilagur andi er. Sumir sjá Heilagan anda sem dulrænt afl. Aðrir skilja Heilagan anda sem ópersónulegt afl sem Guð útvegar fylgjendum Krists. Hvað segir biblían um hver Heilagur andi er? Til að útskýra það á einfaldan hátt þá segir biblían að Heilagur andi sé Guð. Biblían kennir okkur einnig að Heilagur andi sé guðleg persóna. Persóna með huga, tilfinningar og vilja.

 Sú staðreynd, að Heilagur andi sé Guð, má augljóslega lesa í mörgum ritningarstöðum, þar á meðal í Postulasögunni 5:3-4. Í þessum versum spyr Pétur Ananías hvers vegna hann hafi logið að Heilögum anda en segir síðan við hann ,,ekki hefur þú logið að mönnum, heldur Guði“. Þetta er augljós staðhæfing þess að það að ljúga að Heilögum anda sé það sama og að ljúga að Guði. Við sjáum einnig Heilagur andi er Guð þar sem að hann býr yfir eiginleikum Guðs. Við sjáum að hann er alltaf nálægur, sbr. Sálm 139:7-8, ,,Hvert get ég farið frá anda þínum og hvert flúið frá augliti þínu? Þótt ég stigi upp í himininn, þá ertu þar, þótt ég gjörði undirheima að hvílu minni, sjá, þú ert þar“. Í 1. Korintubréfi 2:10-11, sjáum við að Heilagur andi er alvitur. ,,En oss hefur Guð opinberað hana fyrir andann, því að andinn rannsakar allt, jafnvel djúp Guðs. Hver meðal manna veit hvað mannsins er, nema andi mannsins, sem í honum er? Þannig hefur heldur enginn komist að raun um, hvað Guðs er, nema Guðs andi.“

Við sjáum því að Heilagur andi er í raun guðleg persóna því hann er gæddur huga, tilfinningum og vilja. Heilagur andi hugsar og veit (1. Korintubréf 2:10). Hægt er að hryggja heilagan anda (Efesusbréfið 4:30). Heilagur andi biður fyrir okkur (Rómverjabréfið 8:26-27). Hann tekur ákvarðanir samkvæmt sínum eigin vilja (1. Korintubréf 12:7-11). Heilagur andi er Guð, þriðja persóna þríeiningarinnar. Sem Guð, getur Heilagur andi sannarlega sinnt hlutverki sínu sem Huggarinn og Ráðgjafinn sem Jesús lofaði að hann yrði (Jóhannesarguðspjall 14:16, 26, 15:26).