Guð hafði áður opinberað sig fyrir Ísralsmönnum sem „ÉG ER“ þ.e hinn mikli eilífi Guð sem er ekki undirorpinn tíma og rúmi eins og mennirnir. Móse sagði við Guð: “En þegar ég kem til Ísraelsmanna og segi við þá: ,Guð feðra yðar sendi mig til yðar,` og þeir segja við mig: ,Hvert er nafn hans?` hverju skal ég þá svara þeim?” Þá sagði Guð við Móse: “ÉG ER sá að ÉG ER.” Og hann sagði: “Svo skalt þú segja Ísraelsmönnum: ,ÉG ER sendi mig til yðar.” (Exodus)

Nú sögðu Gyðingar við Jesú: “Þú ert ekki enn orðinn fimmtugur, og hefur séð Abraham!” Jesús sagði við þá: “Sannlega, sannlega segi ég yður: Áður en Abraham fæddist, ER ÉG.

Þá tóku þeir upp steina til að grýta Jesú.(Jóh 8:57-59)