Í ritngingum Hebrea, þ.e. gamla testamentinu eru fjölmargir spádómar um hvernig eini sanni Guð myndi birtast mönnunum í perónunni Messíasi sem yrði sendur á vissum tíma til eyða öllu illu og myndi ríkja á jörðu og í alheimi um alla eilífð. Jesús sagðist vera þessi Messías.

Samversk kona sem var að tala við hann sagði: “Ég veit, að Messías kemur  það er Kristur. Þegar hann kemur, mun hann kunngjöra oss allt.”

Jesús segir við hana: “Ég er hann, ég sem við þig tala.“(Jóh 4:25-26)

Ein aðal ástæðan fyrir því að Jesús var dæmdur til dauða var sú að hann sagðist vera Messías.

Þegar að æðsti prestur Gyðinga var að yfirheyra Jesú þá spurði hann: “Ertu Kristur, sonur hins blessaða?” Jesús sagði: “Ég er sá, og þér munuð sjá Mannssoninn sitja til hægri handar máttarins og koma í skýjum himins.”  Þá reif æðsti presturinn klæði sín og sagði: “Hvað þurfum vér nú framar votta við? Þér hafið heyrt Guðlastið; hvað líst yður? Og þeir dæmdu hann allir dauða sekan.(Markús 14:61-62)