Jesús sagði að öll boðorðin væru uppfyllt í þessum tveimur: „Að elska Drottinn Guð af öllum huga, hjarta, sálu og mætti og að elska náungann eins og sjálfan sig.“
Páll postuli skrifaði í Rómverjabréfi Biblíunnar 13:8-11 „Skuldið ekki neinum neitt nema það eitt að elska hver annan. því að sá sem elskar náunga sinn, hefir uppfyllt lögmálið. Því að þetta: Þú skalt ekki drýgja hór; þú skalt ekki morð fremja; þú skalt ekki stela; þú skalt ekki girnast, og hvert annað boðorð er í þessari grein innifalið, í þessu; Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Kærleikurinn gerir ekki náunganum mein. Þess vegna er kærleikurinn fylling lögmálsins.“
Öll boðorðin 10 hafa það meginmarkmið að maðurinn lifi í fullkomnum kærleika.
- Ég er Drottinn Guð þinn og þú skalt ekki hafa aðra Guði en mig.
- Þú skalt enginn líkneski gjöra þér, engar myndir af því sem er á himni eða jörðu, þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær.
- Þú skalt ekki nefna nafn Drottins Guðs við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhengt, sem leggur nafn hans við hégóma.
- Þú skalt halda hvíldardaginn heilagan.
- Þú skalt heiðra föður þinn og móður.
- Þú skalt ekki morð fremja.
- Þú skalt ekki drýgja hór.
- Þú skalt ekki stela.
- Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
- Þú skalt ekki girnast hús, konu eða nokkuð annað sem náungi þinn á.