Daníel 606-534 fyrir Krist
Sjötíu sjöundir eru ákveðnar lýð þínum og þinni heilögu borg til þess að drýgja glæpinn til fulls og fylla mæli syndanna og til þess að friðþægja fyrir misgjörðina og leiða fram eilíft réttlæti, til þess að innsigla vitrun og spámann og vígja hið háheilaga. Vit því og hygg að: Frá því, er orðið um endurreisn Jerúsalem út gekk, til hins smurða höfðingja, eru sjö sjöundir, og í sextíu og tvær sjöundir skulu torg hennar og stræti endurreist verða, þó að þrengingartímar séu. Og eftir þær sextíu og tvær sjöundir mun Messías afmáður verða, og hann mun ekkert eiga og borgina og helgidóminn mun eyða þjóð höfðingja nokkurs, sem koma á, en hann mun farast í refsidómsflóðinu, og allt til enda mun ófriður haldast við og sú eyðing, sem fastráðin er.
Daníel 606-534 fyrir Krist. (Daníel 9)
Jesús kom á tilsettum tíma eftir að Jerúsalem hafði verið endurreist ,friþægði fyrir fyrir syndir mannkyns, leiddi fram eilíft réttlæti, var burt tekinn og um 40 árum síðar var Jerúsalem og helgidómnum eytt