Davíð Ísaíason Um 1000 fyrir Krist (Sálmur22) 

Guð minn, Guð minn, hví hefir þú yfirgefið mig….
Mér er hellt út sem vatni, og öll bein mín eru gliðnuð sundur; hjarta mitt er sem vax, bráðnað sundur í brjósti mér; gómur minn er þurr sem brenndur leir, og tungan loðir föst í munni mér. Og í duft dauðans leggur þú mig. Því að hundar umkringja mig, hópur illvirkja slær hring um mig, hendur mínar og fætur hafa þeir gegnumstungið. Ég get talið öll mín bein  þeir horfa á og hafa mig að augnagamni,
þeir skipta með sér klæðum mínum og kasta hlut um kyrtil minn.

 Davíð Ísaíason Um 1000 fyrir Krist (Sálmur22)

Jesús frá Nazret var krossfestur á Golgata hæð við Jerúsalem og rómversku hermennirnir sem gættu hans skiptu með sér klæðum hans en þar sem kyrtill hans var samofinn þá köstuðu þeir hlut um hann.