Spádómur Jesaja Amozsonar 740-695 fyrir Krist. (Jesaja 53 1-6) 

Hver trúði því, sem oss var boðað, og hverjum varð armleggur Drottins opinber?     Hann rann upp eins og viðarteinungur fyrir augliti hans og sem rótarkvistur úr þurri jörð. Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann. Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.
En vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði. Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillættan, en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir. Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum.

Spádómur Jesaja Amozsonar 740-695 fyrir Krist. (Jesaja 53 1-6)

Ásjóna Jesú frá Nazaret var ægileg er hann blóði drifinn með flegið bakið og þyrnikórónu á höfði fór á krossinn til að friðþægja fyrir syndirnar.