Spádómur Jesaja Amozsonar 740-695 fyrir Krist.
Stælið hinar máttvana hendur, styrkið hin skjögrandi kné! Segið hinum ístöðulausu: “Verið hughraustir, óttist eigi! Sjá, hér er Guð yðar! Hefndin kemur, endurgjald frá Guði! Hann kemur sjálfur og frelsar yður.” Þá munu augu hinna blindu upp lúkast og opnast eyru hinna daufu. Þá mun hinn halti létta sér sem hjörtur og tunga hins mállausa fagna lofsyngjandi, því að vatnslindir spretta upp í eyðimörkinni og lækir á öræfunum.
Jesaja 35:3-6
Þegar Jesús var spurður hvort hann væri sá sem koma ætti svaraði hann: Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp, og fátækum er flutt fagnaðarerindi. Og sæll er sá, sem hneykslast ekki á mér.