Spádómur Jesaja Amozsonar 740-695 fyrir Krist.

Sjá þjón minn, sem ég leiði mér við hönd, minn Útvalda, sem ég hefi þóknun á. Ég legg Anda minn yfir hann, hann mun boða þjóðunum rétt. Hann kallar ekki og hefir ekki háreysti og lætur ekki heyra raust sína á strætunum. Brákaðan reyrinn brýtur hann ekki sundur, og dapran hörkveik slökkur hann ekki. Hann boðar réttinn með trúfesti. Hann daprast eigi og gefst eigi upp, uns hann fær komið inn rétti á jörðu, og fjarlægar landsálfur bíða eftir boðskap hans. Svo segir Drottinn Guð, sá er skóp himininn og þandi hann út, sá er breiddi út jörðina með öllu því, sem á henni vex, sá er andardrátt gaf mannfólkinu á jörðinni og lífsanda þeim, er á henni ganga: Ég, Drottinn, hefi kallað þig til réttlætis og held í hönd þína. Ég mun varðveita þig og gjöra þig að sáttmála fyrir lýðinn og að ljósi fyrir þjóðirnar til að opna hin blindu augun, til að leiða út úr varðhaldinu þá, er bundnir eru, og úr dýflissunni þá, er í myrkri sitja.

 Spádómur Jesaja Amozsonar 740-695 fyrir Krist. Jesaja 42