Það er margljóst af orðum Jesú að hann sagðist vera útgenginn frá hinum eina sanna Guði og getinn af honum inn í þennan heim. Jesús sagði m.a: Því svo elskaði Guð heiminn að hann sendi son sinn eingetinn svo að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.
Jesús spurði gyðingana: Segið þér þá við mig sem faðirinn helgaði og sendi í heiminn að ég guðlasti af því ég sagði: Ég er sonur Guðs.