Jesús, sem var frumgetinn sonur Maríu,fæddist í Betlehem, bjó, lifði og starfaði mest allt líf sitt í Ísrael. Hann hafði mannlegar grunnþarfir; hann upplifði m.a.hungur, þorsta, þreytu og þjáningar.Hann var tilfiningaríkur og lét tilfiningar sínar berlega í ljós, og því er lýst hvernig hann elskaði, þegar hann var hryggur, þegar hann grét. Hann tjáði sig bæði óspart og opinberlega. Hann var því á allan hátt mannlegur og sannur mannsonur, enda kallaði sjálfan sig margoft mannsoninn. Hann sagði m.a.;mannsonurinn er ekki kominn til að láta Þjóna sér heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga.