Kærleikurinn er réttlátur og gefandi. Jesús sagði: Þjófurinn kemur ekki nema til að stela, slátra og eyða en ég er kominn til þess að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð. Það er eðli kærleikans að gefa en girndin vill taka þess vegna er þjófnaður gegn eðli Guðs. Guð vill að við dveljum í kæleika hans og treystum honum fyrir þörfum okkar. Jesús sagði varðandi áhyggur af nauðsynjum.”Leitið fyrst Guðs ríkis og réttlætis þá mun allt annað veitast yður að auki”.