Guð, kærleikurinn sjálfur, er fullkomlega trúfastur og hann getur ekki logið. Það andstætt eðli hans og vilja að drýgt sé hór. Kærleikurinn er ekki eigingjarn og leitar ekki síns eigin. Hann er í eðli sínu gefandi og sækist ekki eftir að uppfylla eigin girndir. Þar sem hinn sanni kærleikur er algjörlega trúfastur, þá dvelur kærleiksdýrð hans, blessun og hreinleiki þar sem trúfesti, heiðarleiki og heilindi eru ástunduð. Guð heiðrar, virðir og stendur við alla sína sáttmála. Eigningirni, sviksemi og óheiðarleiki er andstætt eðli kærleikans. Hinn fullkomni kærleikur er samofinn trúrfesti. Þess vegna hefur hann frá upphafi ætlað hjónabandinu að vera innsiglað í í trúfestissáttmála tveggja hjartna sem yfirgefa föður og móður og verða eitt.