Þetta er fyrsta boðorðið sem snýr að því að elska náungan eins og sjálfan sig og ástundun á því sem Jesú kenndi: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra. Föður og móður eru einstaklingarnir sem tengjast okkur fyrst og við eigum okkar jarðneska upphaf hjá. Þegar við lærum að heiðra, elska, hlýða og virða föður og móður ,hversu fullkominn eða ófullkominn sem þau eru, leggjum við góðan grunn að því að lifa í kærleikssafélagi við alla menn enda fylgir þessu boðorði fagurt loforð um farsæld.