Guð bauð mönnum að taka sér hvíldag frá veraldlegum verkum sínum til þess að gefa sig algjörlega að Kærleikanum og samfélaginu við hann. Þetta á að vera fegins og fagnaðardagur þar sem maðurinn endurnærir sig og hleður sig upp af kærleikskrafti Guðs sem auðveldar honum að lifa stöðugur í kærleikanum alla daga. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að þetta er tilgangurinn með hvíldardeginum en ekki einungis að halda einhverja reglu, þess vegna sagði Jesús: „hvíldardagurinn er til fyrir manninn“ og „það er leyfilegt að gjöra góðverk á hvíldardegi“.